fimmtudagur, 31. mars 2011

Íslenska stafrófið...

...plús C, Q, W og Z. Fannst að þeir stafir yrðu að vera með því maður verður jú að læra þá líka. En þessar stafrófs veggmyndir byrjaði ég á að gera í word, þ.e. skrifaði alla stafina, valdi það letur sem ég vildi hafa og litaði þá. Vistaði svo wordskjalið sem pdf og færði mig yfir í photoshop og smellti hinu inn þar. Þetta er voða auðvelt sko :) Það er náttúrulega samt alveg hægt að gera þetta bara í word eða bara í photoshop. Ég stefni á að gera svona mynd með letri sem ég bý til við tækifæri og kannski fleiri myndum. Það er þó ýmislegt annað stafrófstengt sem er framundan í föndrinu svo fleiri veggmyndir verða að bíða betri tíma. Ég sýni myndir af hinu stafrófsföndrinu mínu einhverntíman á næstu vikum.
Smellið á myndina ef þið viljið sjá hana stærri :)

Stafrófið

Það er gott að byrja ritmálsörvunina snemma og þá er bara málið að skella upp mynd af stafrófinu. Veit reyndar ekki hvort þessar henti vel til þess þar sem stafrófið á þeim er svona frekar ólæsilegt fyrir lítil kríli en þau eru óneitanlega mjög falleg og gætu samt sem áður komið vel út á veggjum barnanna :) Þessar tvær myndir eru frá Tim Fishlock.
Ég tók eftir að það vantar svolítið íslenskar stafrófsmyndir og því brá ég á það ráð að búa til eitt stykki. Sjáið umfjöllun og mynd í næsta bloggi :)

miðvikudagur, 30. mars 2011

Falleg herbergi

Myndirnar eru héðan

Textíll

Fallegur textíll getur breytt herbergjum ótrúlega mikið. Þetta barnaherbergi hér til hliðar væri t.d. ekkert spennandi ef gluggatjöldin, rúmfötin og púðarnir væru hvítir. Ákvað að setja neðri myndina með til þess að sýna hvað textíllinn getur líka skapað mikla stemmningu, ég fer amk í sumarskap við að horfa á myndina :) Á báðum myndunum eru efnin frá Marimekko.

Myndirnar eru af tveimur frábærum bloggum: Minor Details og Decor8

þriðjudagur, 29. mars 2011

Bilibo

Þessi einfalda græja er mjög sniðug. Hægt að snúa sér á þessu, renna sér, nota sem fötu og allskonar. Bilibo virðist ekki fást á Íslandi :( Ég væri sko alveg til í að prófa þetta og sjá hvort börnin myndu nota þetta mikið. Það virðist að minnsta kosti vera mikið notagildi í þessu. Ég hugsa nú samt að það sé lang skemmtilegast að nota þetta sem þotu :)

Draumavagninn/kerran!

Xplory kerran/vagninn frá Stokke er búin að vera á óskalistanum síðan Gunna kom í heiminn (að verða 4 ár). Við enduðum nú samt á að kaupa talsvert ódýrari en samt góðan vagn frá Trille í staðinn. Ég er ánægð með vagninn okkar en þessi er náttúrulega bara svo sniðugur!! Nú fyrir stuttu þegar þau settu á markaðinn vetrarpakkann fyrir Xplory varð ég ástfangin aftur og ástin minnkaði nú ekki þegar ég sá að þau höfðu sett á markað barnabílstól sem hægt er að leggja niður bakið á. Þessi bílstóll á sem sé bæði að vera notaður sem bílstóll (í uppréttri stöðu) og svo er hægt að skella honum á kerrustandinn og þá er þetta orðið að kerru sem hægt er að láta börnin sofa í. Þetta var einmitt það sem ég var búin að óska mér þegar Gunna var lítil og við alltaf að vesenast í því að taka hana úr bílstólnum og í kerruna eða vagninn ef við ætluðum að labba eitthvað pínu. Í æðiskasti hugsaði ég um að selja vagninn, graco kerruna og sitthvað fleira til þess að ná í einn svona vagn og bílstól með :) Æðið rann nú fljótt af mér þegar ég fór að lesa mér betur til, Izisleep (bílstólinn) er nefnilega ansi þungur, svona eins og rúmlega tveir Graco stólar!! Ég er sko að drepast við að halda á Ingibirni frá bílnum og inn svo ég er ekki viss um að ég gæti hreinlega loftað þessu snilldarstykki :( Það er þó aldrei að vita að ef barn númer þrjú lætur sjá sig að ég skelli mér í ræktina til þess að byggja upp vöðva svo ég geti fengið mér svona draumadót ;)

mánudagur, 28. mars 2011

Erfðagripur

Þetta er sængurver sem amma ein gerði fyrir barnabarn sitt en þar notaði hún myndir sem annað barnabarn hafði teiknað við vísuna. Mér finnst þetta alveg ótrúlega fallegt og vona bara að ég hafi dugnað til þess að gera svona fallegt einn daginn. Kannski bara þegar ég verð amma :) Það væri reyndar gaman að fá Gunnu til að teikna nokkrar teikningar við eitthvað uppáhalds lag og geyma og svo seinna láta Ingibjörn gera líka. Svo get ég gefið þeirra börnum sængurföt með teikningum foreldra sinna :)
Leiðbeiningar og fleiri myndir hér.

Eitt fallegt

Þetta er alveg svakalega bjart og fallegt herbergi. Finnst svona stórir gluggar voða fallegir, sérstaklega þegar það er gróður fyrir utan :)
Litirnir eru líka svo voðalega róandi. Held ég myndi samt ekki velja að hafa allt svona eins á litinn en mér finnst þetta samt koma mjög vel út þarna.
Myndin er héðan.

sunnudagur, 27. mars 2011

Lampar

Það væri náttúrulega alltaf gott að hafa svona krúttlega lampa þegar maður fer að sofa á kvöldin. Gunna vill fá íkornann og bambann og auðvitað BLEIKU ugluna ;) Ég væri sko alveg til í einn sætan dýralampa :)

Bambinn og sveppurinn eru frá fyrirtæki sem heitir Carnival og Kisan selur svoleiðis :) Þar eru ýmsir fleiri fallegir lampar svo ef þið eruð að spá í svona kíkið á síðuna þeirra, en verð að benda ykkur á að stundum er síðan þeirra inni og stundum ekki þannig að það er líklega eitthvað verið að uppfæra hana eða eitthvað.
Íkorninn, uglan og kanínan eru af þessari netverslun en eru frá mismunandi hönnuðum.
Bleika uglan er frá Urban Outfitters og ísljósið er af síðunni Fredflare.

laugardagur, 26. mars 2011

Óskalistinn

Það er kannski of snemmt að byrja á óskalista fyrir næstu jól?? Nei nei, aldrei of snemmt :) Annars á Ingibjörn nú afmæli fyrir jólin þannig að spurning með að setja þetta á hans lista ;) (erum sko búin að ákveða Gunnu gjöf fyrir þetta árið). Svona ótrúlega falleg hljóðfæri eru amk. á einhverjum óskalistanum fyrir börnin og mig! Mig langar mest í þetta fallega rauða píanó og svo trommuna!! Þess má geta að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur einmitt notað svona píanó á barnatónleikum!!!
Það væri náttúrulega bara gaman að eiga þetta allt :) Sé Gunnu alveg fyrir mér að leika á bleiku hörpuna :) Annars eru þessi óendanlega fallegu hljóðfæri frá Schoenhut.

Smá meira um græjuna :)

Ég kannaði þetta aðeins betur því mig langaði til að vita hvort hægt væri að ferðast með þetta. Það er sko vel hægt :) Svona til þess að nefna það þá er líka hægt að fá einhverja festingu svo hægt sé að festa þetta utan á skottið. Googlið þetta bara ef þið viljið kíkja á þá festingu :) Ég væri annars mjög til í að fjárfesta í einu svona stykki þó það kosti marga peninga. Þessi hjól fást í ýmsum löndum eins og fram kemur á vefsíðunni t.d. Danmörku og Bretlandi.

föstudagur, 25. mars 2011

Sniðugt fyrir sumarið...

Þetta er svo ótrúlega sniðugt apparat og ágætist tilbreyting frá hjólavögnunum svo ekki sé minnst á hversu marga möguleika þetta býður uppá! Það er hægt að nota þetta bara sem kerru, hjól með einu eða tveimur sætum fyrir börn á, það er hægt að fá risa innkaupagrind á hjólið/kerruna eða stórt tréhús fyrir börnin. Einnig er hægt að festa ungbarnabílstól á þetta!
Hver þarf bíl á sumrin?? ;)

Þessi fína græja er héðan! Endilega skoðið myndbandið sem er hér!!

fimmtudagur, 24. mars 2011

Ferm Living...


...búa til ÆÐISLEG veggfóður, púða, vegglímmiða o.fl. Þetta er danskt fyrirtæki og það sendir til Íslands!! Tjekkið á síðunni!!

Smá update: Epal selur eitthvað af vörunum þeirra :)

miðvikudagur, 23. mars 2011

Mottumars

Já, fyrir þá sem ekki getað safnað skeggi og svo auðvitað konur og börn er hægt að framkvæma þetta. Mér sýnist þetta vera búið til úr filt efni og svo bara saumað saman og skellt á prik. Ég væri hins vegar hlynnt því að þið mynduð prófa að gera svona konfekt sem borið væri fram á svona pinnum :) Gæti verið sniðugt í grímuballsafmæli ;)


Myndina fann ég hér.

Afmæli!

Nú nálgast óðfluga afmæli Gunnu svo ég er búin að vera skoða ýmsar hugmyndir fyrir afmælisveislur. Hér eru tvær skemmtilegar!
Mér finnst sirkus veislan alveg frábær! Það eru fullt af fleiri myndum frá henni hér og þar er meira að segja hægt að prenta út ýmislegt sem tengist sirkus veislunni, ég er með þarna eina mynd af því sem hægt er að prenta út en það er miklu meira :) Þannig að maður þarf nú ekkert að teikna eða leita af myndum á netinu ;)

Risaeðluveislan er af sömu síðu en síðan heitir One Charming Party og þar eru fullt af hugmyndum! Ég vona innilega að annað barnanna eigi eftir að vilja risaeðlupartý einn daginn :) Held að það sé sko hægt að gera allskonar skemmtilegt með risaeðluþema! Vá hvað mig langar annars í þessa súkkulaðiköku!!!

þriðjudagur, 22. mars 2011

Janod ♥


Það er sko allt krúttlegt frá Janod! Einu sinni fengust þessar vörur hér á Íslandi, ég keypti amk gönguvagninn en held þær fáist ekki lengur hér. Ef einhver veit hvort þær fáist einhverstaðar endilega látið mig vita!! En annars verð ég bókstaflega að fá geimflaugina, redda henni fyrir afmælið hans Ingibjörns :) Geimflaugin er sko rosa sniðug, henni er haldið saman af seglum. Hún er reyndar fyrir 3 ára og eldri en getur bara verið til skrauts þar til Ingibjörn verður þriggja :) Held líka að Gunna hefði sko ekkert á móti því að eiga þetta gullfallega dúkkuhús!! Þess má líka geta að allar vörurnar þeirra eru gerðar úr við.

mánudagur, 21. mars 2011

Vegglímmiðar frh.

Jæja þá er búið að gera vegglímmiða á vegginn hennar Gunnu. Hann er nú bara eins og hinn þ.e. tré en langaði bara að sýna hann vegna þess að ég gerði öðruvísi fígúru á það. Gunna fékk íkorna og íkornabarn og líka flugdreka. Mér finnst þetta lífga mjög upp á herbergið og ég verð ægilega glöð þegar ég horfi á veggina :) Hér til hliðar eru myndir af báðum veggjunum. Smellið á myndina ef þið viljið sjá þetta stærra :)

sunnudagur, 20. mars 2011

Kapla

Kapla kubbarnir eru ótrúlega skemmtilegir. Þeir eru til á mörgum leikskólum landsins ef ekki flestum og eru mjög vinsælir. Ég hef sjálf byggt úr svona kubbum og finnst það ótrúlega skemmtilegt, það fylgja bæklingar með (og svo er hægt að kaupa fleiri) sem gefur manni hugmyndir um hvað hægt er að byggja. Það er sko hægt að byggja þvílík listaverk og það sem er svo skemmtilegt við þá er að ég held að þeir fullorðnu hafi ekki síður gaman af því að byggja úr þeim. Ætla að kaupa svona kubba við tækifæri!!

laugardagur, 19. mars 2011

Æðislegt herbergi!!

Mér finnst þetta flott, voða stílhreint en samt svo margir hlutir sem gera það sérstakt. Mér finnst ruggustóllinn alveg óendanlega fallegur og væri svo sannarlega til í einn en hann er hannaður af Eames hjónunum. Stóra flugvélin, risaeðlurnar og indjána höfuðskrautið setja punktinn yfir i-ið að mínu mati. Rúmið er frá Hoppekids og hún Gunna mín á einmitt eitt slíkt (nema með öðruvísi stiga). Gunna leikur sér mikið undir rúminu sínu og ég held í alvöru talað að hún hafi aldrei verið eins ánægð með neitt sem við höfum keypt eins og þetta rúm. Svo er líka hægt að bæta við rúmið og gera það að koju eða breyta því í lágt rúm :)

Myndina fann ég hér

Sniðugar kojur

Þessar kojur gætu hentað vel fyrir litlar íbúðir. Ótrúlega sniðugt að hafa svona skúffur líka og litirnir ótrúlega skemmtilegir. Gerir þessar svolítið öðruvísi.

Myndirnar eru af þessari síðu.

föstudagur, 18. mars 2011

Frægir stólar í smækkaðri mynd

Fyrirtækið Little nest sérhæfir sig í að búa til fræga stóla og borð í barnastærð. Þar eru stólar eftir hönnuði á borð við Arne Jacobsen og Ray og Charles Eames. Það væri nú ekki amalegt að eiga þessa í smækkaðri mynd og náttúrulega í fullorðinsstærð líka :)

Hring eftir hring

Mér finnst voða fallegt þegar margir litríkir hringir eru settir saman, hvort sem það er í ljósaseríu, ljósum, vegglímmiðum o.s.frv. Þetta er mjög hresst og upplífgandi :)




Myndirnar:
Herbergin tvö með vegglímmiðunum eru af blogginu roomenvy og þar er að finna fullt af skemmtilegum hugmyndum fyrir öll herbergi hússins!
Seríuna fann ég hér og herbergið með kúluljósunum fann ég hér :)

fimmtudagur, 17. mars 2011

Þetta er gaman...

...eða það finnst Gunnu allavega! Hér eru hugmyndir sem þið getið framkvæmt og glatt börnin ykkar.
Fyrsta myndin sýnir hús sem við bjuggum einu sinni til úr regnhlífum yfir rimlarúmið hennar og það sló í gegn og var gert mörgum sinnum! Blöðrur eru svo alltaf skemmtilegar.
Myndirnar hægra megin eru nýjar en það lætur fátt Gunnu vakna í betra skapi en kertaljós og að fá að borða úr dúkkustellinu og það toppar allt að fá litlu sojasósukönnuna og hella sjálf í bollann og út á cheeriosið.
Svo er ein önnur hugmynd af húsi en það klikkar aldrei að búa til hús og tjöld fyrir þessi kríli og náttúrulega best ef þau fá að hafa vasaljós eða lugt líka :)

miðvikudagur, 16. mars 2011

Heimurinn í herbergið

Þetta er sko komið efst á óskalistann! Einn hnattlíkanslampi og svo tvo litla sæta með :) Þetta gefur herberginu skemmtilegan blæ. Svo er líka skemmtilegt að skoða hvar löndin eru með börnunum :)


Myndirnar:
Stóri hnötturinn er af ebay
Landakortsmyndin er frá blogginu Heartfireathome
Hilluna með hnöttunum fann ég á decor8 blogginu
Hnattasafnið er af flickr

Playsam

Þetta eru vörur frá sænsku fyrirtæki sem nefnist Playsam. Þær fást víða í skandinavíu en held ekki á Íslandi. Það væri nú ekki amalegt að hafa einn svona Saab í stofunni, væri líklega meira eins og skraut en dót :) Annars er ég sjúk í litla gula og bláa seglbátinn!

þriðjudagur, 15. mars 2011

PEZ


Spurning hvort maður eigi ekki að byrja að safna?
Efri myndina fann ég á bloggi sem nefnist Belle Maison og þar eru margar svooo fallegar myndir og hina fann ég hér.

Að búa til vegglímmiða

Ég gerði þetta tré með því að nota hilluplast (fæst í Teppabúðinni á Grensásvegi) og það er auðvelt að líma það á og auðvelt að taka það af!! Það eru til einhverjir litir af þessu plasti sem og viðaráferðir og krómáferð. Ég bjó til ugluna úr allskonar pappírsafgöngum sem ég átti og ákvað að gera svona fánalengju til þess að skreyta tréið ennþá meira (hún er líka úr pappír). Þetta allt tók alls ekki langan tíma, held ég hafi verið svona 20 mínútur að teikna tréið á plastið, klippa það út og líma það á vegginn :)
Myndirnar sýna vegginn fyrir og eftir og svo sýna neðri myndirnar svona soldið hvernig ég gerði þetta. Ef þið skellið ykkur í svona límmiðagerð passið ykkur þá á því að spegla það sem þið ætlið að gera því maður teiknar jú á bakhliðina :)

mánudagur, 14. mars 2011

Draumaherbergið?

Ég held að Gunna hefði sko ekkert á móti því að eiga svona herbergi! Er líka nokkuð viss um að eftir nokkra mánuði væri Ingibjörn til í þetta líka :) Þetta er líka sniðugt ef maður er ekki með garð en langar í trjáhús.
Mig langar sko í trjáhús í garðinn, held það sé alveg frábært að eiga svoleiðis (kannski framtíðar vinnustofa fyrir mig :)). Ég verð bara að láta krakkana byggja einn svona í Melaskóla þegar þau byrja í skóla :) Svo er auðvitað algjör draumur að hafa rólu inni!! A.m.k. dreymdi mig um það þegar ég var lítil :) En annars eru þessar myndir frá bandarísku fyrirtæki sem heitir Kidtropolis og sérhæfir sig í að búa til ævintýraherbergi fyrir börn.

Held að...

...Gunna yrði sko sjúklega sæt í þessu!! Spurning samt hvort hún myndi vilja vera í þessu þar sem þetta er ekki bleikt. Hún er sko á bleika tímabilinu... vonandi verður það bara STUTT!
En þessi fallegu föt eru frá frönsku merki sem heitir Ketiketa (sem þýðir stelpa strákur á nepölsku). Og já og þið verðið að skella ykkur til Frakklands ef þið viljið kaupa svona flottheit.

Ugly dolls..

...eru sko sætustu bangsarnir í bænum og þó víðar væri leitað :) Ingibjörn á einn lítinn svona sem ber nafnið Plunko og hér á myndinni er hægt að sjá hann i vöggunni sem Ingibjörn var í, en þess má geta að vaggan er sko 20 ára!! Plunko litli var keyptur í Nexus en held að Kisan selji þá líka.

Límmiðar á vegg

Þessir skemmtilegu vegglímmiðar eru íslensk hönnun. Þeir koma frá fyrirtæki sem heitir Studio Akkeri og það er allskonar sniðugt að finna þar. Þau halda líka út bloggi og þar er að finna fullt af fallegum myndum með sniðugum hugmyndum og innblæstri.

sunnudagur, 13. mars 2011

Ikea Hackers

Síðan sem ég fann þetta allt á heitir Ikea Hackers. Hún er í alvöru talað alveg frábær. Þar er fólk að deila því hvernig það breytir ýmsum Ikea vörum. Ótrúlega margar skemmtilegar hugmyndir!! En á þessum myndum hér til hliðar er búið að breyta rúmi í jeppa, bókahillu í dúkkuhús og nota vírinn með klemmunum til að sýna listaverk barnanna (og láta þau þorna). Það er sko margt margt fleira á síðunni svo endilega kíkið!!

Hálsmen, hárband og allskonar

Ég og Gunna gerðum hálsmen í tilefni dagsins. Við höfum reyndar gert nokkur hálsmen og armbönd áður. Þessar perlur sem við erum að nota eru sambland af perlum sem ég hef safnað að mér í gegnum árin og svo eru stafaperlurnar og þessar gulu stóru úr Litir og föndur. Svo notuðum við bara nál og teygjuband. Gunna getur dundað sér við þetta í þó nokkurn tíma (og ég líka) og það sem er gott er að þetta æfir fínhreyfingarnar og svo verður hún svo ótrúlega stolt þegar hún er búin!

Uncle Goose

Þetta er sko á óskalistanum mínum!! Veit ekki alveg hvort ég myndi leyfa börnunum að leika sér að þessu ;) En annars eru þessir Uncle Goose kubbar alveg óendanlega fallegir og náttúrulega fræðandi fyrir börnin. Vildi samt að þeir væru til á íslensku! En það er kannski bara gott að fara að þjálfa þau í útlenskunni þegar þau eru ung að árum. Kubbarnir eru sko til á hinum ýmsu málum s.s. ensku, dönsku, norsku, spænsku o.s.frv. þannig að maður getur bara valið það sem maður vill leggja áherslu á :) Vil samt endilega benda ykkur á að ef þið viljið ganga skefi lengra í menntun barnanna ykkar (fara að æfa þau fyrir Gettu betur) þá er hægt að fá þessa kubba hér ;) Held þó að kubbarnir fáist ekki hér á landi :(

laugardagur, 12. mars 2011

Föndur föndur föndur

Þennan leikgarð ætti maður að geta töfrað fram með viðarbút og borvél að vopni! En þetta er ein af þeim fjölmörgu föndurhugmyndum sem eru á blogginu Made by Joel. Hann er pabbi sem hefur sko hugmyndaflug þegar kemur að föndri!! Hann er búinn að skrifa bók sem er að koma út og heitir Made to Play. Þá er bara að  hlaupa út í garð og ná í greinar til að skella ofan í holurnar og verða sér svo út um viðarbút :)

Eitt voða þægilegt...


....þegar maður er með lítil börn. Við eigum efri stólinn (frá Fisher-Price) og höfum notað hann ótrúlega mikið. Fórum alltaf með hann til foreldra minna sem voru ekki með matarstól fyrir börn sem og í ferðalög, fermingaveislur o.fl.
Við erum ótrúlega ánægð með þennan plaststól sem er voða þægilegt að þurrka af og svo er náttúrulega hægt að skella bakkanum í uppþvottavél :)
Það eru nú samt alveg ótrúlega margir sniðugir stólar til og Hoppop stóllinn/taskan er einn af þeim (til í Fífu). Væri alveg til í að prófa hann!

Ótrúlega sniðugt!

Þessa mynd fann ég á www.style-files.com og er alveg ákveðin að gera þetta við tækifæri. Þetta er sum sé segull sem bílarnir bara festast við. Það er svo náttúrulega hægt að gera þetta við allskonar málmdót :)
Það hlýtur líka að vera ægilega skemmtilegt fyrir börn að leika sér með þetta! Það er til svona hér (Ikea) á tæpan 2500 kall :)