...plús C, Q, W og Z. Fannst að þeir stafir yrðu að vera með því maður verður jú að læra þá líka. En þessar stafrófs veggmyndir byrjaði ég á að gera í word, þ.e. skrifaði alla stafina, valdi það letur sem ég vildi hafa og litaði þá. Vistaði svo wordskjalið sem pdf og færði mig yfir í photoshop og smellti hinu inn þar. Þetta er voða auðvelt sko :) Það er náttúrulega samt alveg hægt að gera þetta bara í word eða bara í photoshop. Ég stefni á að gera svona mynd með letri sem ég bý til við tækifæri og kannski fleiri myndum. Það er þó ýmislegt annað stafrófstengt sem er framundan í föndrinu svo fleiri veggmyndir verða að bíða betri tíma. Ég sýni myndir af hinu stafrófsföndrinu mínu einhverntíman á næstu vikum.
Smellið á myndina ef þið viljið sjá hana stærri :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli