...eða það finnst Gunnu allavega! Hér eru hugmyndir sem þið getið framkvæmt og glatt börnin ykkar.
Fyrsta myndin sýnir hús sem við bjuggum einu sinni til úr regnhlífum yfir rimlarúmið hennar og það sló í gegn og var gert mörgum sinnum! Blöðrur eru svo alltaf skemmtilegar.
Myndirnar hægra megin eru nýjar en það lætur fátt Gunnu vakna í betra skapi en kertaljós og að fá að borða úr dúkkustellinu og það toppar allt að fá litlu sojasósukönnuna og hella sjálf í bollann og út á cheeriosið.
Svo er ein önnur hugmynd af húsi en það klikkar aldrei að búa til hús og tjöld fyrir þessi kríli og náttúrulega best ef þau fá að hafa vasaljós eða lugt líka :)
Mikið er Gunna heppin að eiga svona hugmyndaríka móður!
SvaraEyða