Nú nálgast óðfluga afmæli Gunnu svo ég er búin að vera skoða ýmsar hugmyndir fyrir afmælisveislur. Hér eru tvær skemmtilegar!
Mér finnst sirkus veislan alveg frábær! Það eru fullt af fleiri myndum frá henni hér og þar er meira að segja hægt að prenta út ýmislegt sem tengist sirkus veislunni, ég er með þarna eina mynd af því sem hægt er að prenta út en það er miklu meira :) Þannig að maður þarf nú ekkert að teikna eða leita af myndum á netinu ;)
Risaeðluveislan er af sömu síðu en síðan heitir One Charming Party og þar eru fullt af hugmyndum! Ég vona innilega að annað barnanna eigi eftir að vilja risaeðlupartý einn daginn :) Held að það sé sko hægt að gera allskonar skemmtilegt með risaeðluþema! Vá hvað mig langar annars í þessa súkkulaðiköku!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli