Mér finnst þetta flott, voða stílhreint en samt svo margir hlutir sem gera það sérstakt. Mér finnst ruggustóllinn alveg óendanlega fallegur og væri svo sannarlega til í einn en hann er hannaður af Eames hjónunum. Stóra flugvélin, risaeðlurnar og indjána höfuðskrautið setja punktinn yfir i-ið að mínu mati. Rúmið er frá Hoppekids og hún Gunna mín á einmitt eitt slíkt (nema með öðruvísi stiga). Gunna leikur sér mikið undir rúminu sínu og ég held í alvöru talað að hún hafi aldrei verið eins ánægð með neitt sem við höfum keypt eins og þetta rúm. Svo er líka hægt að bæta við rúmið og gera það að koju eða breyta því í lágt rúm :)
Myndina fann ég hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli