Sniðugar hugmyndir, hönnun, innblástur, föndur og bara allskonar fyrir börn
sunnudagur, 20. mars 2011
Kapla
Kapla kubbarnir eru ótrúlega skemmtilegir. Þeir eru til á mörgum leikskólum landsins ef ekki flestum og eru mjög vinsælir. Ég hef sjálf byggt úr svona kubbum og finnst það ótrúlega skemmtilegt, það fylgja bæklingar með (og svo er hægt að kaupa fleiri) sem gefur manni hugmyndir um hvað hægt er að byggja. Það er sko hægt að byggja þvílík listaverk og það sem er svo skemmtilegt við þá er að ég held að þeir fullorðnu hafi ekki síður gaman af því að byggja úr þeim. Ætla að kaupa svona kubba við tækifæri!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli