fimmtudagur, 31. mars 2011

Stafrófið

Það er gott að byrja ritmálsörvunina snemma og þá er bara málið að skella upp mynd af stafrófinu. Veit reyndar ekki hvort þessar henti vel til þess þar sem stafrófið á þeim er svona frekar ólæsilegt fyrir lítil kríli en þau eru óneitanlega mjög falleg og gætu samt sem áður komið vel út á veggjum barnanna :) Þessar tvær myndir eru frá Tim Fishlock.
Ég tók eftir að það vantar svolítið íslenskar stafrófsmyndir og því brá ég á það ráð að búa til eitt stykki. Sjáið umfjöllun og mynd í næsta bloggi :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli