Það er kannski of snemmt að byrja á óskalista fyrir næstu jól?? Nei nei, aldrei of snemmt :) Annars á Ingibjörn nú afmæli fyrir jólin þannig að spurning með að setja þetta á hans lista ;) (erum sko búin að ákveða Gunnu gjöf fyrir þetta árið). Svona ótrúlega falleg hljóðfæri eru amk. á einhverjum óskalistanum fyrir börnin og mig! Mig langar mest í þetta fallega rauða píanó og svo trommuna!! Þess má geta að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur einmitt notað svona píanó á barnatónleikum!!!
Það væri náttúrulega bara gaman að eiga þetta allt :) Sé Gunnu alveg fyrir mér að leika á bleiku hörpuna :) Annars eru þessi óendanlega fallegu hljóðfæri frá Schoenhut.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli