Sniðugar hugmyndir, hönnun, innblástur, föndur og bara allskonar fyrir börn
þriðjudagur, 22. mars 2011
Janod ♥
Það er sko allt krúttlegt frá Janod! Einu sinni fengust þessar vörur hér á Íslandi, ég keypti amk gönguvagninn en held þær fáist ekki lengur hér. Ef einhver veit hvort þær fáist einhverstaðar endilega látið mig vita!! En annars verð ég bókstaflega að fá geimflaugina, redda henni fyrir afmælið hans Ingibjörns :) Geimflaugin er sko rosa sniðug, henni er haldið saman af seglum. Hún er reyndar fyrir 3 ára og eldri en getur bara verið til skrauts þar til Ingibjörn verður þriggja :) Held líka að Gunna hefði sko ekkert á móti því að eiga þetta gullfallega dúkkuhús!! Þess má líka geta að allar vörurnar þeirra eru gerðar úr við.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli