Jæja þá er búið að gera vegglímmiða á vegginn hennar Gunnu. Hann er nú bara eins og hinn þ.e. tré en langaði bara að sýna hann vegna þess að ég gerði öðruvísi fígúru á það. Gunna fékk íkorna og íkornabarn og líka flugdreka. Mér finnst þetta lífga mjög upp á herbergið og ég verð ægilega glöð þegar ég horfi á veggina :) Hér til hliðar eru myndir af báðum veggjunum. Smellið á myndina ef þið viljið sjá þetta stærra :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli