sunnudagur, 18. september 2011

Rólur...

..eru ÆÐI! Því ekki að reyna að koma þeim fyrir innandyra. Ætti að reynast þeim auðvelt sem hafa nóg af plássi, hinir gætu kannski sett eina í hurðarop??

Myndin er af Freshome.

Grafískt

Hér er nóg að skoða fyrir litla krílið! Allskyns munstur og sterkir litir. Þetta herbergi gæti bara verið alveg eins fram á fullorðinsár, það þarf bara að skipta út rúminu. Mjög skemmtileg hugmynd finnst mér. Ef maður fær ekki fljótt leið á hlutunum gæti bara verið sniðugt að sleppa öllu barna dúlleríinu og velja frekar tímalaus listaverk á veggina og skemmtilegar litasamsetningar.

Myndin er af the Boo and the Boy.

þriðjudagur, 6. september 2011

Skilrúm

Þetta er sniðug hugmynd ef það þarf að skipta herbergi upp t.d. ef börn deila stóru herbergi. Það fer bæði ljós og loft þarna í gegn. Svo er alltaf hægt að mála þetta í öllum regnbogans litum :)

Myndin er héðan.

mánudagur, 5. september 2011

Elska...

..svona heimagerðar dúkkur og bangsa. Þessar eru náttúrulega alveg súper flottar. Vá hvað ég er hrifin! Svo ofboðslega vandaðar og fallegar :) Já vonandi gef ég mér einhverntíman tíma í að gera eitthvað þessu líkt!

Þessar myndir eru af síðunni Cloth and Thread, þar má sjá fleiri fína bangsa og dúkkur.

Náttúrulegt?

Mjög mínimalískt og náttúrulegir tónar í litavali. Mér finnst þetta koma einstaklega vel út en hugsa að þegar barnið eldist þá fari nú að verða erfiðara að halda plastdótinu og björtum litum í burtu. En þetta umhverfi er án efa róandi fyrir lítið kríli og mjög fallegt :)
Takið eftir litlu skýjahillunum á gólfinu. Hélt fyrst að þetta væru dúkkurúm en svo virðist sem þetta séu bókahillur. Sniðugt þar sem gólfpláss er ekki af skornum skammti. Svo er barnarúmið voða sniðugt líka!

Myndin er héðan.

Svo kósý

Mér finnst þetta voðalega fallegt herbergi. Litapallettan er skemmtileg og þrátt fyrir ólíka liti passar þetta allt saman. Það er líka passlega mikið dót sjáanlegt ;)

Myndin er af Milk Magazine og fannst á síðunni The Boo and the Boy.