mánudagur, 14. mars 2011

Draumaherbergið?

Ég held að Gunna hefði sko ekkert á móti því að eiga svona herbergi! Er líka nokkuð viss um að eftir nokkra mánuði væri Ingibjörn til í þetta líka :) Þetta er líka sniðugt ef maður er ekki með garð en langar í trjáhús.
Mig langar sko í trjáhús í garðinn, held það sé alveg frábært að eiga svoleiðis (kannski framtíðar vinnustofa fyrir mig :)). Ég verð bara að láta krakkana byggja einn svona í Melaskóla þegar þau byrja í skóla :) Svo er auðvitað algjör draumur að hafa rólu inni!! A.m.k. dreymdi mig um það þegar ég var lítil :) En annars eru þessar myndir frá bandarísku fyrirtæki sem heitir Kidtropolis og sérhæfir sig í að búa til ævintýraherbergi fyrir börn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli