miðvikudagur, 2. nóvember 2011

Eitt flippað

 
Takið eftir risa svaninum og fílnum. Svo er nú tjaldið voða skemmtilegt líka.
Myndin er héðan.

Lego

Allt hægt að gera úr lego!! Þessar myndir fann ég hér.


Ekta fyrir bíladellubörnin!

Myndin er héðan.

Landkönnuðir

Þetta herbergi er flott fyrir lítinn landkönnuð. Mér finnst þessi sófaróla alveg æði! Herbergið fyrir neðan er svona ævintýraherbergi. Það kemur skemmtilega út að hengja flugvélarnar í loftið. Sniðugt líka að hafa þessar dyr fyrir rúminu og án efa hægt að fela sig þar :) Efri myndin er héðan og neðri héðan.

sunnudagur, 18. september 2011

Rólur...

..eru ÆÐI! Því ekki að reyna að koma þeim fyrir innandyra. Ætti að reynast þeim auðvelt sem hafa nóg af plássi, hinir gætu kannski sett eina í hurðarop??

Myndin er af Freshome.

Grafískt

Hér er nóg að skoða fyrir litla krílið! Allskyns munstur og sterkir litir. Þetta herbergi gæti bara verið alveg eins fram á fullorðinsár, það þarf bara að skipta út rúminu. Mjög skemmtileg hugmynd finnst mér. Ef maður fær ekki fljótt leið á hlutunum gæti bara verið sniðugt að sleppa öllu barna dúlleríinu og velja frekar tímalaus listaverk á veggina og skemmtilegar litasamsetningar.

Myndin er af the Boo and the Boy.

þriðjudagur, 6. september 2011

Skilrúm

Þetta er sniðug hugmynd ef það þarf að skipta herbergi upp t.d. ef börn deila stóru herbergi. Það fer bæði ljós og loft þarna í gegn. Svo er alltaf hægt að mála þetta í öllum regnbogans litum :)

Myndin er héðan.

mánudagur, 5. september 2011

Elska...

..svona heimagerðar dúkkur og bangsa. Þessar eru náttúrulega alveg súper flottar. Vá hvað ég er hrifin! Svo ofboðslega vandaðar og fallegar :) Já vonandi gef ég mér einhverntíman tíma í að gera eitthvað þessu líkt!

Þessar myndir eru af síðunni Cloth and Thread, þar má sjá fleiri fína bangsa og dúkkur.

Náttúrulegt?

Mjög mínimalískt og náttúrulegir tónar í litavali. Mér finnst þetta koma einstaklega vel út en hugsa að þegar barnið eldist þá fari nú að verða erfiðara að halda plastdótinu og björtum litum í burtu. En þetta umhverfi er án efa róandi fyrir lítið kríli og mjög fallegt :)
Takið eftir litlu skýjahillunum á gólfinu. Hélt fyrst að þetta væru dúkkurúm en svo virðist sem þetta séu bókahillur. Sniðugt þar sem gólfpláss er ekki af skornum skammti. Svo er barnarúmið voða sniðugt líka!

Myndin er héðan.

Svo kósý

Mér finnst þetta voðalega fallegt herbergi. Litapallettan er skemmtileg og þrátt fyrir ólíka liti passar þetta allt saman. Það er líka passlega mikið dót sjáanlegt ;)

Myndin er af Milk Magazine og fannst á síðunni The Boo and the Boy.

föstudagur, 22. júlí 2011

Sniðugt fyrir börnin í flugið..

...eða bara hvar sem er. Þetta getur án efa haldið krílunum uppteknum í langan tíma. Þessa hugmynd fann ég á blogginu Oh Happy Day. Hún safnar að sér ýmsum skemmtilegum en ódýrum hlutum, pakkar þeim svo inn í pappír og geymir þar til þau eru komin í flugvélina. Vil samt benda á að fyrir yngri börn er kannski sniðugra að pakka dótinu t.d. inn í efnisbúta þar sem þau geta borðað pappírinn og já hafa auðvitað aðeins stærri hluti :) Dvd spilari, Ipod, Ipad og fleira getur einnig nýst vel til þess að dreifa huganum á ferðalögum. Gunna mælir með að hlusta á Söngævintýrið um Rauðhettu eftir Gylfa Ægis. Hún myndi helst vilja hafa það á repeat allan daginn!

Ferðalög með barnabílstóla

Jæja, sumarfríið mitt hálfnað og ég gleymdi alveg að skella þessu inn sem hugmynd fyrir þá sem ætla að kíkja til útlanda. Vonandi ekki of seint :) Efri græjan er Lilly Gold sit´n stroll og ég held þetta fáist nú bara í Ameríku eins og staðan er nú og við getum ekki notað hann því samkvæmt reglum þá eigum við ekki að nota stóla þaðan :(  En þetta kemur á endanum :)


Neðri myndirnar eru af græjum sem eru frá fyrirtæki sem heitir Go- Go babyz og er t.d. til á Amazon. Þetta eru kerrur sem settar eru undir bílstóla og breyta þeim þá í kerrur og eru mjög handhægar. Efri myndin sýnir kerru sem er með fjórum dekkjum og lítur úr fyrir að vera ágætist kerra fyrir ferðalög. Neðri myndin sýnir aðra týpu sem er bara svona næstum eins og grind undir töskur og maður getur bara skellt bílstólnum þar á og keyrt barninu um og notað þá bílstólinn eins og kerru t.d. á flugvöllum. Veit ekki hversu þægilegt það er að nota grindina á fleiri stöðum þar sem þetta er bara á tveimur hjólum. Svo er líka hægt að fá fyrir ungbarnastóla. Mér finnst þetta sniðug lausn fyrir ferðalög með börn á bílstólaaldrinum :)

þriðjudagur, 28. júní 2011

Fínt í herbergið

Það eru nokkrir hlutir hér sem vel er hægt að græja sjálfur. Perlu ,,gardínuna" er hægt að gera sjálfur. Hægt er að kaupa ótrúlega fallegar perlur t.d. í Tiger og Litir og föndur og svo bara þræða upp á band. Þessi gardína er líka með dúskum og það er vel hægt að festa þá á líka. Það þarf ekkert að þræða alveg allt bandið, hægt er að binda hnúta annað slagið til að halda þeim á sínum stað. Svo er t.d. hægt að hengja lengjurnar í króka eða bora göt í spýtu og þræða böndin í gegn og festa síðan spýtuna upp í loftið.
Svo er það púðinn á gólfinu, það er t.d. hægt að kaupa prjónaefni ef prjóna og hekl kunnáttan er í lágmarki. Þetta er frekar auðveldur saumaskapur og meira segja hægt að sauma saman með nál og tvinna. Svo er bara að skreyta með einhverjum fallegum dúllum og setja troð inní.

Myndin er héðan.

Röndótt

Ef maður á eitthvað erfitt með að velja liti í barnaherbergið er hægt að gera svona. Hafa það bara röndótt :) Ég held það gæti komið vel út að hafa ekki eins sterk skil á milli lita eða hafa tvo liti á sitthvorum endanum og tóna þá svo saman.

Myndirnar eru af Design Sponge.

mánudagur, 30. maí 2011

Fínt herbergi


Það er allt svo sætt í þessu herbergi. Sniðugt að hengja handbrúður upp á band sem skraut. Það er líka búið að setja veggfóður eða pappír inn í litlu hilluna á veggnum. Litlu skúffurnar í glugganum eru líklega veggfóðraðar líka eða kannski notaður þunnur pappír og veggfóðurslím (þá er sett veggfóðurslím undir, svo pappírinn og svo aftur veggfóðurslím yfir, að mig minnir ( líka gert með servíettum)). Veggfóðrið á veggnum er líka alveg yndislegt og passar alveg svakalega vel þarna inn. Held að það sé skemmtilegt að skoða og leika sér þarna.

Myndirnar eru héðan.

Flottar fánalengjur

Ég elska skreytingar fyrir veislur! Mér finnst þetta voða fallegt, soldið föndur að búa þetta til, en alveg þess virði. Þetta gerir einfalda veislu ævintýralega :) Ég á sko pottþétt eftir að prófa þetta við tækifæri! Það eina sem þarf eru pappírsafgangar, band og lím :)

Myndin er af Apartment Therapy.

Veggskraut - föndur

Endalaust hægt að skrifa um veggskraut! En svona fiðrildi er alveg hægt að gera sjálfur t.d. úr pappír eða filt efni. Auðveldasta leiðin til að gera svona er líklega bara úr kartoni, teikna þau, klippa út, brjóta síðan saman í miðjunni og skella svo á vegginn með kennaratyggjói. Börnin gætu skreytt þau. Svo er líka hægt að nota pípuhreinsara í miðjuna og í fálmarana. Bara að láta hugmyndaflugið ráða, endalausir möguleikar í þessu. Ég hef líka séð svona myndir í ramma þar sem notuð er svipuð aðferð, hér er t.d. ein mynd.

Myndin er af Marie Claire Maison.

Fuglahús á veggina?

Þetta er nokkuð skemmtilegt, tréið líklega bara málað á vegginn. Fyrir þá sem finnst þetta kannski fullmikið er t.d. hægt að gera útlínur af einföldu tréi og fá svo svona ofsa sætar smáhlutahillur frá Ferm Living til að hengja á greinarnar (neðri myndin) :)

Efri myndin er af Design Sponge.

Stílhreint herbergi f/4

Þetta er nú frekar lekkert finnst mér. Er farin að trúa að ég þurfi kannski ekki svo stóra íbúð/hús til að búa í ;) Reyndar þyrfti þá líklega annað herbergi fyrir allt það sem fylgir börnunum :) Þetta er samt fín hugmynd ef maður á mörg börn en fá herbergi!
Myndin er héðan.

sunnudagur, 15. maí 2011

Rómó gamaldags

Þessi tvö eru voða sæt. Sniðugt að nota trjágrein og efni og búa til himnasæng á rúmið, kemur skemmtilega út í þessu herbergi.

Myndirnar eru af Marie Claire Maison.