þriðjudagur, 15. mars 2011

Að búa til vegglímmiða

Ég gerði þetta tré með því að nota hilluplast (fæst í Teppabúðinni á Grensásvegi) og það er auðvelt að líma það á og auðvelt að taka það af!! Það eru til einhverjir litir af þessu plasti sem og viðaráferðir og krómáferð. Ég bjó til ugluna úr allskonar pappírsafgöngum sem ég átti og ákvað að gera svona fánalengju til þess að skreyta tréið ennþá meira (hún er líka úr pappír). Þetta allt tók alls ekki langan tíma, held ég hafi verið svona 20 mínútur að teikna tréið á plastið, klippa það út og líma það á vegginn :)
Myndirnar sýna vegginn fyrir og eftir og svo sýna neðri myndirnar svona soldið hvernig ég gerði þetta. Ef þið skellið ykkur í svona límmiðagerð passið ykkur þá á því að spegla það sem þið ætlið að gera því maður teiknar jú á bakhliðina :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli