föstudagur, 29. apríl 2011

Svo sætt

Hér er allskonar krúttlegt. Mér finnst yndislegur gamli ruggustóllinn í horninu, voða kósý. Röndótti veggurinn kemur vel út og þetta bangsakrútt á veggnum er bara best. Mjög sniðugt að hengja bangsa á vegginn. Flest þarna inni sem við sjáum er nú bara svona nokkuð venjulegt en það að mála veggina röndótta, hengja krúttlegasta bangsann á vegginn og skella inn  ruggustól breytir þessu herbergi mikið.
 



Myndin er af Babyspace, kíkið þangað.

Tré með uglu

Hér eru tveir vegglímmiðar sem mér finnst mjög sætir. Hefði án efa spáð í þessum ef ég væri ekki búin að gera vegglímmiða sjálf, sjá hér. Hrikalega krúttlegir. Efri er frá RoomMates og neðri frá ForWalls.

miðvikudagur, 27. apríl 2011

Gamaldags veggfóður

Blóma- og gamaldags veggfóður geta komið mjög vel út í barnaherbergjum eins og sést hér á myndunum. Ég hefði nú ekki ímyndað mér að þetta væri flott en eftir að hafa fundið þessar myndir finnst mér þetta voða sætt :) Held að ég færi ekkert að fjárfesta í svona veggfóðri en ef það væri á vegg í einhverju herberginu myndi ég líklega bara láta það vera. Með réttu hlutunum verður þetta bara súper töff.
Efri myndin vinstra megin er héðan, sú hægra megin héðan. Neðsta myndin er héðan og sú næst neðsta er héðan.

Tvö öðruvísi


Hérna eru tvö svolítið öðruvísi. Á efri myndinni er bara búið að skella kofanum inn í herbergið. Það er án efa gott að skríða inn í hann á kvöldin þegar maður fer að sofa, með litla dádýrið (eða hvað sem þetta er) á verði. Gott líka fyrir leikinn, örugglega mikið notað.
Í neðra herberginu er að öllum líkindum búið að breyta innbyggðum skáp í kojur eða búa til smá kassa í hurðarop. Mjög sniðug lausn þarna og líka svona smá ,,kofa fílingur".
Efri myndin er af Jojos room og neðri er af Design sponge.

mánudagur, 25. apríl 2011

Á vegginn...

...er t.d. hægt að búa til skemmtilegar myndir með því að taka myndir af uppáhalds dótinu og svo er hægt að framkalla þær og ramma inn eða láta prenta á striga. Þegar Gunna var lítil tók ég einu sinni myndir af uppáhalds böngsunum hennar með dúkkusólgleraugu og það sló í gegn hjá henni, hún vildi alltaf fá að vera að skoða myndirnar í tölvunni. Hún hefði pottþétt verið ánægð með það ef ég hefði framkallað eina og skellt á vegginn :) Á myndinni í miðjunni í efri röðinni er búið að hengja upp litlar dúkkur, það er líka sniðugt að hengja dót/dúkkur/bangsa á vegginn og nota það sem veggskraut. Bara að raða þeim fallega og velja skemmtilega liti saman.
Myndirnar fann ég hér og ef ykkur langar að gera svona en vantar hugmyndir getið þið kíkt þangað því það er fullt af flottum myndum af dóti og dúkkum þar.

föstudagur, 22. apríl 2011

Pom Poms

Að búa til pom poms er mjög einfalt og það getur algjörlega breytt barnaherberginu (og fleiri herbergjum) að hengja nokkra upp í loftið eins og sýnt er á myndunum. Svo er líka gaman að nota þá í veislur, sem skraut á pakka og bara allskonar. Ég hugsa að það sé best að nota silkipappír og hann fæst í ýmsum bókabúðum. Leiðbeiningar til þess að búa til pom poms eru hér.  
Myndirnar : Efri myndin er af Lori Danelle, neðri myndin vinstra megin er af Bloesem Kids, myndin hægra megin er af Baby Space.

fimmtudagur, 21. apríl 2011

Kofi

Ég veit reyndar ekki hvort kofi sé rétta orðið yfir þetta undrahús :) Það væri sko ekki amalegt að hafa svona út í garði. Þetta er algjört ævintýri þetta hús og ég er alveg viss um að þetta yrði mjög vinsælt á mínu heimili :)

Myndirnar eru héðan.

miðvikudagur, 20. apríl 2011

Fleira sniðugt

Þetta fallega herbergi fann ég á Design Sponge. Veggmyndina á myndinni vinstra megin er hægt að gera sjálfur á svipaðan hátt og ég talaði um í síðustu færslu. Löndin eru nú líklega samt saumuð föst og svo allt aukadótið bara með frönskum rennilás. Ótrúlega sniðugt að gera svona landakort þó það sé að öllum líkindum frekar tímafrekt, en vel þess virði. Á hægri myndinni er geimflaugin sem mig langar svo í :) Annars setti ég hana bara með því mér finnst voða gaman þegar er dótinu er raðað fallega í herbergin þó það haldist kannski ekki þannig ;)

þriðjudagur, 19. apríl 2011

Stútfull...

...af allskonar sniðugu! Á myndinni til vinstri er t.d. búið að veggfóðra hurðirnar á veggskápnum eins og var líka gert í herberginu sem ég fjallaði um hér fyrir nokkrum dögum. Myndin fyrir ofan rúmið er líklega bara gerð úr efni sem strengt er á ramma og það er mjög auðvelt að gera sjálfur (bara heftibyssa, rammi og efni). Efnið lítur út eins og bútasaumsefni og þar er önnur hugmynd sem hægt er að nýta sér þ.e. gera bútasaumsmynd á vegginn í barnaherberginu. Pokarnir sem hanga á snögunum undir veggfóðraða skápnum eru tilvaldir ef maður vill skella sér í eitthvað auðvelt saumaverkefni (ekki verra að láta börnin teikna á þá líka). Í herberginu til hægri eru líka ýmsar hugmyndir t.d. myndin yfir rúminu, hana væri hægt að gera með börnunum. Það sem þarf er filtefni, strigi eða annað efni í grunninn, skæri og lím. Svo er bara að klippa út fígúrur líma þær á efnið og ramma inn. Já, gæti meira að segja orðið framtíðar erfðagripur :) Bókahilla eins og er fyrir ofan rúmið finnst mér líka mjög falleg og gott að geta séð bækurnar, en er persónulega ekki hrifin af því að hafa þetta yfir rúminu samt. Óróarnir/loftskrautið sem er í báðum herbergjum er líka mjög fallegt að mínu mati og ég held að það ætti ekki að vera neitt voða flókið að gera eitthvað álíka. Reyni að finna leiðbeiningar og skelli þeim hér inn ef ég rekst einhverntíman á þær. En annars vona ég bara að þið finnið eitthvað sem gæti nýst ykkur í að gera barnaherbergin sem fallegust.
Myndirnar eru af Ikea Family Live og úr Bolig Magasinet.

sunnudagur, 17. apríl 2011

Rendur

Það getur verið svolítið skemmtilegt að gera eitthvað öðruvísi en gengur og gerist. Því ekki að gera röndótt gólfið eða loftið.  Mér finnst þetta koma skemmtilega út á öllum myndunum þó mín uppáhalds mynd sé sú sem er neðst í hægra horninu. Það er sko eitthvað sem ég væri alveg til í að gera! Á myndinni efst í vinstra horninu hefur ekki verið stoppað eftir gólfið heldur er búið að mála skúffurnar í mismunandi litum líka.


Myndirnar vinstra megin eru héðan, efri myndin hægra megin er héðan og neðri héðan.

Skemmtilegt...

...herbergi sem býður upp á ýmsa möguleika. Ég er sko nokkuð viss um að þetta myndi slá í gegn hjá klifurdýrinu mínu.

Myndin er af Minor Details.

fimmtudagur, 14. apríl 2011

Love it!

Oh, ég væri sko alveg til í þetta! Mér finnst svona náttúruveggfóður mjög fallegt og þetta rauða og hvíta ljós eða skraut sem hangir í loftinu. Ég á sko einhvern tíman eftir að fá mér svona veggfóður, hvar svo sem ég mun setja það. Svo sýnist mér að þau séu búin að setja kláf á band sem hægt er að leika sér með, nema að það sé hluti af veggfóðrinu... hmmm ekki alveg viss. En mjög flott herbergi!!

Myndina fann ég hér.

miðvikudagur, 13. apríl 2011

Afmæliskakan

Jæja, þetta er afrakstur þrotlausrar vinnu í eldhúsinu... djók. Nei þetta er úr afmæli Gunnu og er hugmynd fyrir þá sem nenna ekki eða geta ekki gert flóknar afmælistertur.  Það sem maður gerir er að finna nokkrar fínar myndir, prenta og klippa þær út, líma þær svo á blað með grillpinna á milli. Voila, ævintýraleg prinsessukaka!
Svo geta nú börnin tekið þátt í þessu þó mér finnist nú alltaf skemmtilegra að koma Gunnu á óvart með kökunni :)

Hillur

Það er hentugt í barnaherbergi að hafa svolítið hillupláss. Í þessum tveimur herbergjum er bara búið að skella þeim alveg yfir vegginn. Mér finnst þetta alveg koma vel út, sérstaklega á neðri myndinni (kannski bara því það er svo voðalega mikið dót í hillunum á efri myndinni). Reyndar er samt ekki mjög sniðugt þó að skella þungum hlutum í hillurnar yfir rúmin því það gæti t.d. komið jarðskjálfti. Þá er betra að tuskudýrin detti ofan á mann :)

Myndirnar:
Efri er af Hop Skip Jump
Neðri er af House to Home

mánudagur, 11. apríl 2011

Fyrir þá sem eru með stiga..

..er þetta sniðug hugmynd :) Ekki slæmt að renna sér bara niður á morgnana.

Myndin er héðan

sunnudagur, 10. apríl 2011

Hugmyndir

Það eru nokkrar sniðugar hugmyndir í þessu herbergi. Efri skápurinn er t.d. veggfóðraður, það er vel hægt að gera það sjálfur, bara kaupa einhvern ódýran skáp og svo gera hann voða flottann með fallegu veggfóðri. Það lífgar mjög mikið upp á þetta herbergi og er góður kostur ef maður er hrifinn af einhverju veggfóðri en nennir kannski ekki alveg að fara að veggfóðra heilan vegg. Önnur hugmynd sem ég er mjög hrifin af þarna er að mála skúffur í mismunandi litatónum. Mér finnst það koma mjög vel út og lífgar svo sannarlega upp á þetta litla náttborð. Svo að lokum er bara nokkuð þægilegt og flott að nota bara límband til þess að hengja upp myndir á veggina.

Mynd: Spearmint baby

Sniðugt...

..að hengja myndir, stafróf og fleira upp með klemmum eða á svona keðju eins og sýnt er á neðri myndinni. Mér finnst líka stafrófið sem hangir í klemmunum á myndinni hér til hliðar ótrúlega sniðugt. Það er voða gott að geta tekið einn staf niður og skoðað hann nánar þegar maður er að læra stafina.




Myndirnar:
Efri myndin vinstra megin er af Decor8, sú hægra megin er héðan. Neðri myndin er af Jojos room.

fimmtudagur, 7. apríl 2011

Fínt

Mjög flott! Kannski samt mínus skinnið á gólfinu.
Kili rúmið tekur sig vel út í herberginu!

Myndin er héðan.

miðvikudagur, 6. apríl 2011

Fyrir eitt og tvö..

Hér eru tvær mjög sniðugar kerrur/ vagnar! Þessi efri (efri tvær myndirnar) heitir City Select og er frá Baby Jogger. Það er hægt að nota hana á 16 mismunandi vegu.
Neðri myndirnar tvær eru af Bugaboo Donkey sem er líka ótrúlega sniðug kerra/vagn. Það er sko hægt að ,,víkka" hana þannig að það komist fyrir tvö sæti eða hafa hana þannig að það komist einungis lítil innkaupakarfa við hlið kerrunnar. Þannig að hún nýtist bæði fyrir eitt barn og líka tvö sem reyndar City Select kerran gerir líka.

Hvítt

Það er án efa róandi að sofna í svona umhverfi. Finnst að fánamottan í herberginu efst til vinstri mætti samt alveg hverfa. Þetta er nú ekki alveg minn stíll en engu að síður mjög fallegt í réttu íbúðinni :)

Þessar myndir fann ég á House to Home

mánudagur, 4. apríl 2011

Rúmteppi

Hér eru myndir af nokkrum einföldum rúmteppum og sum þeirra ættu ALLIR að geta gert! Mér finnst afskaplega fallegt og notalegt þegar barnarúm eru með prjónuðum eða hekluðum rúmteppum. Ég þarf greinilega að fara að nýta garn afgangana mína og gera eitthvað svona fallegt. Held að það eina sem skipti máli í svona er að velja litina vel saman. Eins og sést hér til hliðar skiptir það miklu máli. Mér finnst litavalið í gula rúminu passa mjög vel í þetta herbergi.

Myndirnar: Rúmteppið í gula rúminu er héðan, þríhyrningsrúmteppið héðan, röndótta rúmteppið er af Etsy en engin slóð fannst, minna kassarúmteppið er héðan og loks stóra kassarúmteppið héðan.

sunnudagur, 3. apríl 2011

Spiladósir ♥

Ég elska fallegar spiladósir. Ég man eftir spiladósinni hennar ömmu, það var uppáhalds hluturinn minn í heiminum þegar ég var lítil. Þetta var flaska með flamenco dönsurum inní. Dansararnir snerust þegar spiladósin spilaði og mér fannst yndislegt að horfa á þá :) Ég ætla að finna svona flösku einn daginn!
En þessar spiladósir hér til hliðar keypti ég í dag í kolaportinu. Ingibjörn er búinn að kíkja á þær og finnst þær auðvitað ótrúlega skemmtilegar :)


Á þessari mynd hér eru ýmsar sætar spiladósir sem ég fann á netinu.
Sjónvarpsspiladósina og álspiladósirnar fann ég á síðu sem selur ýmis gömul leikföng og heitir Tin Toy Arcade.
Hringekjan var á síðu sem heitir When I was a Kid.
Að lokum fann ég Timmy Tiger á Etsy í þessari búð, en þess má geta að í þeirri búð er allskonar gamalt dót t.d. ótrúlega sætar gamlar nestistöskur, heman dót og allskonar skemmtilegt :)

laugardagur, 2. apríl 2011

Svo fallegt rúm!

Sebra Kili rúmið er danskt og er alveg rosalega fallegt. Þetta er algjör draumur þetta rúm, hægt að nota það frá fæðingu og að 6 ára aldri. Það myndi sko sóma sér vel í hvaða herbergi sem er. Það er svo til í ýmsum litum, m.a. í pastellitum :)  Ég fann ekki heimasíðu hjá fyrirtækinu sem gerir þessi rúm en það eru víða netverslanir sem selja þau, þó eru þau ekki til á Íslandi svo ég viti.

Smá update: heimasíða fyrirtækisins er hér :) Takk Mia

Fleiri yndisleg herbergi

Hér í þessum tveimur fallegu barnaherbergjum sjást tveir af þeim hlutum sem ég hef skrifað um. Á myndinni til vinstri er gæsarlampi frá Carnival style (hér er skrifað um það) og á myndinni til hægri er Blár Ugly doll bangsi (hér er skrifað um Ugly dolls). Mér finnst svona gamaldags stemmning voðalega falleg og kemur mjög vel út í þessum herbergjum. Ótrúlega mikið af fallegum gamaldags rúmum sem maður sér á mörgum myndum. Hef ekki mikið orðið vör við svona falleg rúm hér á landi :(
Myndirnar fann ég báðar á frábæru bloggi sem heitir Jojo´s Room

föstudagur, 1. apríl 2011