Sniðugar hugmyndir, hönnun, innblástur, föndur og bara allskonar fyrir börn
sunnudagur, 13. mars 2011
Uncle Goose
Þetta er sko á óskalistanum mínum!! Veit ekki alveg hvort ég myndi leyfa börnunum að leika sér að þessu ;) En annars eru þessir Uncle Goose kubbar alveg óendanlega fallegir og náttúrulega fræðandi fyrir börnin. Vildi samt að þeir væru til á íslensku! En það er kannski bara gott að fara að þjálfa þau í útlenskunni þegar þau eru ung að árum. Kubbarnir eru sko til á hinum ýmsu málum s.s. ensku, dönsku, norsku, spænsku o.s.frv. þannig að maður getur bara valið það sem maður vill leggja áherslu á :) Vil samt endilega benda ykkur á að ef þið viljið ganga skefi lengra í menntun barnanna ykkar (fara að æfa þau fyrir Gettu betur) þá er hægt að fá þessa kubba hér ;) Held þó að kubbarnir fáist ekki hér á landi :(
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli