þriðjudagur, 29. mars 2011

Draumavagninn/kerran!

Xplory kerran/vagninn frá Stokke er búin að vera á óskalistanum síðan Gunna kom í heiminn (að verða 4 ár). Við enduðum nú samt á að kaupa talsvert ódýrari en samt góðan vagn frá Trille í staðinn. Ég er ánægð með vagninn okkar en þessi er náttúrulega bara svo sniðugur!! Nú fyrir stuttu þegar þau settu á markaðinn vetrarpakkann fyrir Xplory varð ég ástfangin aftur og ástin minnkaði nú ekki þegar ég sá að þau höfðu sett á markað barnabílstól sem hægt er að leggja niður bakið á. Þessi bílstóll á sem sé bæði að vera notaður sem bílstóll (í uppréttri stöðu) og svo er hægt að skella honum á kerrustandinn og þá er þetta orðið að kerru sem hægt er að láta börnin sofa í. Þetta var einmitt það sem ég var búin að óska mér þegar Gunna var lítil og við alltaf að vesenast í því að taka hana úr bílstólnum og í kerruna eða vagninn ef við ætluðum að labba eitthvað pínu. Í æðiskasti hugsaði ég um að selja vagninn, graco kerruna og sitthvað fleira til þess að ná í einn svona vagn og bílstól með :) Æðið rann nú fljótt af mér þegar ég fór að lesa mér betur til, Izisleep (bílstólinn) er nefnilega ansi þungur, svona eins og rúmlega tveir Graco stólar!! Ég er sko að drepast við að halda á Ingibirni frá bílnum og inn svo ég er ekki viss um að ég gæti hreinlega loftað þessu snilldarstykki :( Það er þó aldrei að vita að ef barn númer þrjú lætur sjá sig að ég skelli mér í ræktina til þess að byggja upp vöðva svo ég geti fengið mér svona draumadót ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli