mánudagur, 30. maí 2011

Fínt herbergi


Það er allt svo sætt í þessu herbergi. Sniðugt að hengja handbrúður upp á band sem skraut. Það er líka búið að setja veggfóður eða pappír inn í litlu hilluna á veggnum. Litlu skúffurnar í glugganum eru líklega veggfóðraðar líka eða kannski notaður þunnur pappír og veggfóðurslím (þá er sett veggfóðurslím undir, svo pappírinn og svo aftur veggfóðurslím yfir, að mig minnir ( líka gert með servíettum)). Veggfóðrið á veggnum er líka alveg yndislegt og passar alveg svakalega vel þarna inn. Held að það sé skemmtilegt að skoða og leika sér þarna.

Myndirnar eru héðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli