föstudagur, 22. júlí 2011

Sniðugt fyrir börnin í flugið..

...eða bara hvar sem er. Þetta getur án efa haldið krílunum uppteknum í langan tíma. Þessa hugmynd fann ég á blogginu Oh Happy Day. Hún safnar að sér ýmsum skemmtilegum en ódýrum hlutum, pakkar þeim svo inn í pappír og geymir þar til þau eru komin í flugvélina. Vil samt benda á að fyrir yngri börn er kannski sniðugra að pakka dótinu t.d. inn í efnisbúta þar sem þau geta borðað pappírinn og já hafa auðvitað aðeins stærri hluti :) Dvd spilari, Ipod, Ipad og fleira getur einnig nýst vel til þess að dreifa huganum á ferðalögum. Gunna mælir með að hlusta á Söngævintýrið um Rauðhettu eftir Gylfa Ægis. Hún myndi helst vilja hafa það á repeat allan daginn!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli