föstudagur, 22. júlí 2011

Ferðalög með barnabílstóla

Jæja, sumarfríið mitt hálfnað og ég gleymdi alveg að skella þessu inn sem hugmynd fyrir þá sem ætla að kíkja til útlanda. Vonandi ekki of seint :) Efri græjan er Lilly Gold sit´n stroll og ég held þetta fáist nú bara í Ameríku eins og staðan er nú og við getum ekki notað hann því samkvæmt reglum þá eigum við ekki að nota stóla þaðan :(  En þetta kemur á endanum :)


Neðri myndirnar eru af græjum sem eru frá fyrirtæki sem heitir Go- Go babyz og er t.d. til á Amazon. Þetta eru kerrur sem settar eru undir bílstóla og breyta þeim þá í kerrur og eru mjög handhægar. Efri myndin sýnir kerru sem er með fjórum dekkjum og lítur úr fyrir að vera ágætist kerra fyrir ferðalög. Neðri myndin sýnir aðra týpu sem er bara svona næstum eins og grind undir töskur og maður getur bara skellt bílstólnum þar á og keyrt barninu um og notað þá bílstólinn eins og kerru t.d. á flugvöllum. Veit ekki hversu þægilegt það er að nota grindina á fleiri stöðum þar sem þetta er bara á tveimur hjólum. Svo er líka hægt að fá fyrir ungbarnastóla. Mér finnst þetta sniðug lausn fyrir ferðalög með börn á bílstólaaldrinum :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli