þriðjudagur, 28. júní 2011

Fínt í herbergið

Það eru nokkrir hlutir hér sem vel er hægt að græja sjálfur. Perlu ,,gardínuna" er hægt að gera sjálfur. Hægt er að kaupa ótrúlega fallegar perlur t.d. í Tiger og Litir og föndur og svo bara þræða upp á band. Þessi gardína er líka með dúskum og það er vel hægt að festa þá á líka. Það þarf ekkert að þræða alveg allt bandið, hægt er að binda hnúta annað slagið til að halda þeim á sínum stað. Svo er t.d. hægt að hengja lengjurnar í króka eða bora göt í spýtu og þræða böndin í gegn og festa síðan spýtuna upp í loftið.
Svo er það púðinn á gólfinu, það er t.d. hægt að kaupa prjónaefni ef prjóna og hekl kunnáttan er í lágmarki. Þetta er frekar auðveldur saumaskapur og meira segja hægt að sauma saman með nál og tvinna. Svo er bara að skreyta með einhverjum fallegum dúllum og setja troð inní.

Myndin er héðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli