mánudagur, 30. maí 2011

Veggskraut - föndur

Endalaust hægt að skrifa um veggskraut! En svona fiðrildi er alveg hægt að gera sjálfur t.d. úr pappír eða filt efni. Auðveldasta leiðin til að gera svona er líklega bara úr kartoni, teikna þau, klippa út, brjóta síðan saman í miðjunni og skella svo á vegginn með kennaratyggjói. Börnin gætu skreytt þau. Svo er líka hægt að nota pípuhreinsara í miðjuna og í fálmarana. Bara að láta hugmyndaflugið ráða, endalausir möguleikar í þessu. Ég hef líka séð svona myndir í ramma þar sem notuð er svipuð aðferð, hér er t.d. ein mynd.

Myndin er af Marie Claire Maison.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli