...er t.d. hægt að búa til skemmtilegar myndir með því að taka myndir af uppáhalds dótinu og svo er hægt að framkalla þær og ramma inn eða láta prenta á striga. Þegar Gunna var lítil tók ég einu sinni myndir af uppáhalds böngsunum hennar með dúkkusólgleraugu og það sló í gegn hjá henni, hún vildi alltaf fá að vera að skoða myndirnar í tölvunni. Hún hefði pottþétt verið ánægð með það ef ég hefði framkallað eina og skellt á vegginn :) Á myndinni í miðjunni í efri röðinni er búið að hengja upp litlar dúkkur, það er líka sniðugt að hengja dót/dúkkur/bangsa á vegginn og nota það sem veggskraut. Bara að raða þeim fallega og velja skemmtilega liti saman.
Myndirnar fann ég hér og ef ykkur langar að gera svona en vantar hugmyndir getið þið kíkt þangað því það er fullt af flottum myndum af dóti og dúkkum þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli