sunnudagur, 10. apríl 2011

Hugmyndir

Það eru nokkrar sniðugar hugmyndir í þessu herbergi. Efri skápurinn er t.d. veggfóðraður, það er vel hægt að gera það sjálfur, bara kaupa einhvern ódýran skáp og svo gera hann voða flottann með fallegu veggfóðri. Það lífgar mjög mikið upp á þetta herbergi og er góður kostur ef maður er hrifinn af einhverju veggfóðri en nennir kannski ekki alveg að fara að veggfóðra heilan vegg. Önnur hugmynd sem ég er mjög hrifin af þarna er að mála skúffur í mismunandi litatónum. Mér finnst það koma mjög vel út og lífgar svo sannarlega upp á þetta litla náttborð. Svo að lokum er bara nokkuð þægilegt og flott að nota bara límband til þess að hengja upp myndir á veggina.

Mynd: Spearmint baby

Engin ummæli:

Skrifa ummæli