Þetta fallega herbergi fann ég á Design Sponge. Veggmyndina á myndinni vinstra megin er hægt að gera sjálfur á svipaðan hátt og ég talaði um í síðustu færslu. Löndin eru nú líklega samt saumuð föst og svo allt aukadótið bara með frönskum rennilás. Ótrúlega sniðugt að gera svona landakort þó það sé að öllum líkindum frekar tímafrekt, en vel þess virði. Á hægri myndinni er geimflaugin sem mig langar svo í :) Annars setti ég hana bara með því mér finnst voða gaman þegar er dótinu er raðað fallega í herbergin þó það haldist kannski ekki þannig ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli