Hér eru myndir af nokkrum einföldum rúmteppum og sum þeirra ættu ALLIR að geta gert! Mér finnst afskaplega fallegt og notalegt þegar barnarúm eru með prjónuðum eða hekluðum rúmteppum. Ég þarf greinilega að fara að nýta garn afgangana mína og gera eitthvað svona fallegt. Held að það eina sem skipti máli í svona er að velja litina vel saman. Eins og sést hér til hliðar skiptir það miklu máli. Mér finnst litavalið í gula rúminu passa mjög vel í þetta herbergi.
Myndirnar: Rúmteppið í gula rúminu er héðan, þríhyrningsrúmteppið héðan, röndótta rúmteppið er af Etsy en engin slóð fannst, minna kassarúmteppið er héðan og loks stóra kassarúmteppið héðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli