miðvikudagur, 27. apríl 2011

Gamaldags veggfóður

Blóma- og gamaldags veggfóður geta komið mjög vel út í barnaherbergjum eins og sést hér á myndunum. Ég hefði nú ekki ímyndað mér að þetta væri flott en eftir að hafa fundið þessar myndir finnst mér þetta voða sætt :) Held að ég færi ekkert að fjárfesta í svona veggfóðri en ef það væri á vegg í einhverju herberginu myndi ég líklega bara láta það vera. Með réttu hlutunum verður þetta bara súper töff.
Efri myndin vinstra megin er héðan, sú hægra megin héðan. Neðsta myndin er héðan og sú næst neðsta er héðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli