Að búa til pom poms er mjög einfalt og það getur algjörlega breytt barnaherberginu (og fleiri herbergjum) að hengja nokkra upp í loftið eins og sýnt er á myndunum. Svo er líka gaman að nota þá í veislur, sem skraut á pakka og bara allskonar. Ég hugsa að það sé best að nota silkipappír og hann fæst í ýmsum bókabúðum. Leiðbeiningar til þess að búa til pom poms eru hér.
Myndirnar : Efri myndin er af Lori Danelle, neðri myndin vinstra megin er af Bloesem Kids, myndin hægra megin er af Baby Space.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli