Sebra Kili rúmið er danskt og er alveg rosalega fallegt. Þetta er algjör draumur þetta rúm, hægt að nota það frá fæðingu og að 6 ára aldri. Það myndi sko sóma sér vel í hvaða herbergi sem er. Það er svo til í ýmsum litum, m.a. í pastellitum :) Ég fann ekki heimasíðu hjá fyrirtækinu sem gerir þessi rúm en það eru víða netverslanir sem selja þau, þó eru þau ekki til á Íslandi svo ég viti.
Smá update: heimasíða fyrirtækisins er hér :) Takk Mia
Engin ummæli:
Skrifa ummæli