Hellú, ef þið viljið sjá færslurnar á þessu bloggi (allskonar fyrir apaskott) á facebook þegar þær koma inn like-ið þá þessa síðu.
Myndin er af Baby Space.
Sniðugar hugmyndir, hönnun, innblástur, föndur og bara allskonar fyrir börn
sunnudagur, 15. maí 2011
Indjánaþema
Þetta er súper skemmtilegt. Alltaf gaman þegar fólk fer alla leið með þemað :) Ef þið viljið gera svona gætuð þið gert kaktusana þarna á bak við t.d. með því að nota þykkan pappa eða nota svona hilluplast eins og ég gerði þegar ég bjó til vegglímmiðana.
Það er líka hægt að búa til svona tjald sjálfur, hér og hér eru leiðbeiningar, hægt að finna ýmsar fleiri leiðbeiningar á netinu (googlið t.d. kids teepee DIY). Ég ætla að prófa að gera svona tjald í sumar :) Svo er meira að segja hægt að gera indjánagrímuna með pappa og gerviloðefni (klippt í lengjur og saumað saman). Bara nota ímyndunaraflið :)
Myndin er af héðan.
Það er líka hægt að búa til svona tjald sjálfur, hér og hér eru leiðbeiningar, hægt að finna ýmsar fleiri leiðbeiningar á netinu (googlið t.d. kids teepee DIY). Ég ætla að prófa að gera svona tjald í sumar :) Svo er meira að segja hægt að gera indjánagrímuna með pappa og gerviloðefni (klippt í lengjur og saumað saman). Bara nota ímyndunaraflið :)
Myndin er af héðan.
Rúm í tjaldi
Jæja, hvernig væri bara að kaupa soldið stórt tjald og setja rúmið inní. Gæti slegið í gegn. Gera svona útileguþema í herberginu :) Hafa vasaljós út um allt og eitthvað svona skemmtilegt. Það væri a.m.k. þess virði að gera það í einn dag allavega, held að það yrði mjög eftirminnilegt. Án efa gaman að sjá svipinn á barninu þegar það fer inn í herbergið :)
Myndin er héðan.
Myndin er héðan.
Ólíkir litir

Myndin er héðan.
Kærleiksbangsaæði!
Ókei, svo að það sé á hreinu myndi Gunna vera sjúk í þetta herbergi. Ef hún ætti herbergið væru bangsarnir allir í rúminu hennar! Hún fer sko að sofa með svona 20 bangsa á kvöldin :) Mér finnst þetta aðeins of mikið, væri til í að hafa nokkra en ekki alveg veggfóðra með þeim. Samt er þetta sniðug hugmynd fyrir þá sem eru að safna böngsum, pezköllum, lyklakippum o.s.frv. og vita ekkert hvað þeir eiga að gera við safnið. Gæti komið flott út. Prófið :)
Myndin er af héðan.
Myndin er af héðan.
þriðjudagur, 10. maí 2011
Gult
Mér finnst gulur vera yndislegur litur í barnaherbergi, eitthvað svo bjartur og fallegur. Þetta gula veggfóður er frá Ferm Living og virðist vera alveg ótrúlega vinsælt. Mér finnst að það sem gerir þetta herbergi dálítið töff er Pikachu á veggnum :)
Myndin er héðan.
Myndin er héðan.
sunnudagur, 8. maí 2011
Plássið vel nýtt!
Þetta finnst mér alveg frábært. Rúm, skápur og leikhús allt í einu :) Ég fann þessa snilld á Marie Claire Maison.
Lítill leynistaður
Þetta er frá dönsku fyrirtæki sem hannar allskonar húsgögn og fleira fyrir börn og heitir Collect Furniture. Þar sem er hátt til lofts er mjög sniðugt að gera svona, þannig fær barnið auka rými í herbergið sem það getur notað sem svefnstað eða sem leynistað. Ég er persónulega spenntari fyrir því að nota þetta sem leynistað :) En það sniðuga við þetta er að undir stiganum eru hillur og svo er fataskápur við hliðina á hillunum. Með því að hafa þetta svona nýtist herbergið mun betur og það skapast stórt og skemmtilegt leikpláss.
Það er ýmislegt fleira sniðugt á síðunni hjá þeim og ég mæli með að þið kíkið, það sem ég er spenntust fyrir á síðunni þeirra er þetta, mér finnst þetta ÆÐI.
Það er ýmislegt fleira sniðugt á síðunni hjá þeim og ég mæli með að þið kíkið, það sem ég er spenntust fyrir á síðunni þeirra er þetta, mér finnst þetta ÆÐI.
Svart rúm?
Þið sem fílið þetta gætuð kannski bara málað barnarúmið svart. Það myndi svo sannarlega setja sterkan svip á herbergið. Og svo þið sem eruð spennt fyrir óróanum, gerið hann bara sjálf með því að kaupa járnhring í næstu föndurbúð og binda svo allskonar lítið fallegt dót með fallegum borðum í hringinn. Það er líka hægt er að búa til pappírsfugla eins og ég talaði um í óróa blogginu um daginn og hengja í. Óendanlegir möguleikar í óróagerð!
Myndin er héðan.
Myndin er héðan.
miðvikudagur, 4. maí 2011
Segull
þriðjudagur, 3. maí 2011
Búið til fallegan óróa :)
Þennan fallega óróa er vel hægt að búa sjálfur til. Það sem þarf er falleg grein úr garðinum, nokkur blöð til að búa til fuglana (hér er myndband sem sýnir hvernig maður býr þá til). Band til að hengja fuglana í greinina og eitthvað til að hengja greinina í loftið (krók og vír eða band). Það er einnig hægt að spreyja greinina ef maður vill fá svona hvítan lit á hana eða einhvern annan lit. Svo getur maður gert skrautlengjuna sem hangir úr trénu með því að líma mislita hringi saman með band á milli eða þræða hringi á band eins og sýnt er hér. Það er einnig hægt að búa til hringina úr filt efni og sauma þá eins og sýnt er hér eða hekla eins og er sýnt hér. Minni bara á að með því að smella á myndina er hægt að stækka hana :)
Myndin er af Babyspace.
Myndin er af Babyspace.
Svífandi hnettir
Fyrir þá sem vilja bæta hnöttum í barnaherbergið og hafa ekkert hillupláss eða vilja bara eitthvað öðruvísi þá er hægt að gera svona. Ég held það ætti að vera hægt að gera svona flugvéla óróa sjálfur með vír, sterku priki og borvél. Bora gat á flugvélarnar, setja í þær vír og festa þetta svo allt saman. Þetta er voða fallegt allt saman :) Vil samt vekja athygli á hvernig herbergið vinstra megin er málað, þar er loftið í aðeins dekkri tón en veggirnir, yfirleitt er það hinsegin eins og á myndinni til hægri. Það væri gaman að prófa að gera loftið aðeins dekkra. Hvaða áhrif ætli það myndi framkalla? Myndin til vinstri er að Spearmintbaby og hin er héðan.
Litir eða ekki litir

föstudagur, 29. apríl 2011
Svo sætt
Hér er allskonar krúttlegt. Mér finnst yndislegur gamli ruggustóllinn í horninu, voða kósý. Röndótti veggurinn kemur vel út og þetta bangsakrútt á veggnum er bara best. Mjög sniðugt að hengja bangsa á vegginn. Flest þarna inni sem við sjáum er nú bara svona nokkuð venjulegt en það að mála veggina röndótta, hengja krúttlegasta bangsann á vegginn og skella inn ruggustól breytir þessu herbergi mikið.
Myndin er af Babyspace, kíkið þangað.

Myndin er af Babyspace, kíkið þangað.
Tré með uglu
Hér eru tveir vegglímmiðar sem mér finnst mjög sætir. Hefði án efa spáð í þessum ef ég væri ekki búin að gera vegglímmiða sjálf, sjá hér. Hrikalega krúttlegir. Efri er frá RoomMates og neðri frá ForWalls.
miðvikudagur, 27. apríl 2011
Gamaldags veggfóður

Efri myndin vinstra megin er héðan, sú hægra megin héðan. Neðsta myndin er héðan og sú næst neðsta er héðan.
Tvö öðruvísi

Hérna eru tvö svolítið öðruvísi. Á efri myndinni er bara búið að skella kofanum inn í herbergið. Það er án efa gott að skríða inn í hann á kvöldin þegar maður fer að sofa, með litla dádýrið (eða hvað sem þetta er) á verði. Gott líka fyrir leikinn, örugglega mikið notað.
Í neðra herberginu er að öllum líkindum búið að breyta innbyggðum skáp í kojur eða búa til smá kassa í hurðarop. Mjög sniðug lausn þarna og líka svona smá ,,kofa fílingur".
Efri myndin er af Jojos room og neðri er af Design sponge.
mánudagur, 25. apríl 2011
Á vegginn...
...er t.d. hægt að búa til skemmtilegar myndir með því að taka myndir af uppáhalds dótinu og svo er hægt að framkalla þær og ramma inn eða láta prenta á striga. Þegar Gunna var lítil tók ég einu sinni myndir af uppáhalds böngsunum hennar með dúkkusólgleraugu og það sló í gegn hjá henni, hún vildi alltaf fá að vera að skoða myndirnar í tölvunni. Hún hefði pottþétt verið ánægð með það ef ég hefði framkallað eina og skellt á vegginn :) Á myndinni í miðjunni í efri röðinni er búið að hengja upp litlar dúkkur, það er líka sniðugt að hengja dót/dúkkur/bangsa á vegginn og nota það sem veggskraut. Bara að raða þeim fallega og velja skemmtilega liti saman.
Myndirnar fann ég hér og ef ykkur langar að gera svona en vantar hugmyndir getið þið kíkt þangað því það er fullt af flottum myndum af dóti og dúkkum þar.
Myndirnar fann ég hér og ef ykkur langar að gera svona en vantar hugmyndir getið þið kíkt þangað því það er fullt af flottum myndum af dóti og dúkkum þar.
föstudagur, 22. apríl 2011
Pom Poms

Myndirnar : Efri myndin er af Lori Danelle, neðri myndin vinstra megin er af Bloesem Kids, myndin hægra megin er af Baby Space.
fimmtudagur, 21. apríl 2011
Kofi
Ég veit reyndar ekki hvort kofi sé rétta orðið yfir þetta undrahús :) Það væri sko ekki amalegt að hafa svona út í garði. Þetta er algjört ævintýri þetta hús og ég er alveg viss um að þetta yrði mjög vinsælt á mínu heimili :)
Myndirnar eru héðan.
Myndirnar eru héðan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)