sunnudagur, 3. apríl 2011

Spiladósir ♥

Ég elska fallegar spiladósir. Ég man eftir spiladósinni hennar ömmu, það var uppáhalds hluturinn minn í heiminum þegar ég var lítil. Þetta var flaska með flamenco dönsurum inní. Dansararnir snerust þegar spiladósin spilaði og mér fannst yndislegt að horfa á þá :) Ég ætla að finna svona flösku einn daginn!
En þessar spiladósir hér til hliðar keypti ég í dag í kolaportinu. Ingibjörn er búinn að kíkja á þær og finnst þær auðvitað ótrúlega skemmtilegar :)


Á þessari mynd hér eru ýmsar sætar spiladósir sem ég fann á netinu.
Sjónvarpsspiladósina og álspiladósirnar fann ég á síðu sem selur ýmis gömul leikföng og heitir Tin Toy Arcade.
Hringekjan var á síðu sem heitir When I was a Kid.
Að lokum fann ég Timmy Tiger á Etsy í þessari búð, en þess má geta að í þeirri búð er allskonar gamalt dót t.d. ótrúlega sætar gamlar nestistöskur, heman dót og allskonar skemmtilegt :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli