Myndin er af Babyspace, kíkið þangað.
Sniðugar hugmyndir, hönnun, innblástur, föndur og bara allskonar fyrir börn
Blóma- og gamaldags veggfóður geta komið mjög vel út í barnaherbergjum eins og sést hér á myndunum. Ég hefði nú ekki ímyndað mér að þetta væri flott en eftir að hafa fundið þessar myndir finnst mér þetta voða sætt :) Held að ég færi ekkert að fjárfesta í svona veggfóðri en ef það væri á vegg í einhverju herberginu myndi ég líklega bara láta það vera. Með réttu hlutunum verður þetta bara súper töff.
Að búa til pom poms er mjög einfalt og það getur algjörlega breytt barnaherberginu (og fleiri herbergjum) að hengja nokkra upp í loftið eins og sýnt er á myndunum. Svo er líka gaman að nota þá í veislur, sem skraut á pakka og bara allskonar. Ég hugsa að það sé best að nota silkipappír og hann fæst í ýmsum bókabúðum. Leiðbeiningar til þess að búa til pom poms eru hér.
Þetta fallega herbergi fann ég á Design Sponge. Veggmyndina á myndinni vinstra megin er hægt að gera sjálfur á svipaðan hátt og ég talaði um í síðustu færslu. Löndin eru nú líklega samt saumuð föst og svo allt aukadótið bara með frönskum rennilás. Ótrúlega sniðugt að gera svona landakort þó það sé að öllum líkindum frekar tímafrekt, en vel þess virði. Á hægri myndinni er geimflaugin sem mig langar svo í :) Annars setti ég hana bara með því mér finnst voða gaman þegar er dótinu er raðað fallega í herbergin þó það haldist kannski ekki þannig ;)
..að hengja myndir, stafróf og fleira upp með klemmum eða á svona keðju eins og sýnt er á neðri myndinni. Mér finnst líka stafrófið sem hangir í klemmunum á myndinni hér til hliðar ótrúlega sniðugt. Það er voða gott að geta tekið einn staf niður og skoðað hann nánar þegar maður er að læra stafina.
Sebra Kili rúmið er danskt og er alveg rosalega fallegt. Þetta er algjör draumur þetta rúm, hægt að nota það frá fæðingu og að 6 ára aldri. Það myndi sko sóma sér vel í hvaða herbergi sem er. Það er svo til í ýmsum litum, m.a. í pastellitum :) Ég fann ekki heimasíðu hjá fyrirtækinu sem gerir þessi rúm en það eru víða netverslanir sem selja þau, þó eru þau ekki til á Íslandi svo ég viti.