Á efri myndinni er margt skemmtilegt að sjá. Mér finnst t.d. kommóðan mjög skemmtileg :) Ég elska skúffur í mismunandi litum þá helst samt þegar þær eru ,,tónaðar" t.d. grænt útí gult eða bleikt útí hvítt. Það er samt alltaf gaman að blanda fallegum litum saman. Það eru ótrúlega margir litir í þessu herbergi en samt smellur þetta voða vel saman. Hilluna fyrir ofan rúmið er hægt að fá t.d í Ikea og svo bara málar maður hana í þeim lit sem hentar. Mér finnst koma vel út að setja bangsana í hilluna (sérstaklega þar sem hún er yfir rúmi). Landakortin eru síðan alltaf falleg í barnaherbergin. Á neðri myndinni gefa litirnir á veggnum svolítil þrívíddaráhrif sem mér þykir mjög flott, samt full grátt barnaherbergi fyrir minn smekk. Finnst það mætti vera fleiri litríkir munir til þess að vega upp á móti gráa litnum. Myndirnar: Efri er af Design Sponge og neðri af House to Home.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli