Þennan fallega óróa er vel hægt að búa sjálfur til. Það sem þarf er falleg grein úr garðinum, nokkur blöð til að búa til fuglana (hér er myndband sem sýnir hvernig maður býr þá til). Band til að hengja fuglana í greinina og eitthvað til að hengja greinina í loftið (krók og vír eða band). Það er einnig hægt að spreyja greinina ef maður vill fá svona hvítan lit á hana eða einhvern annan lit. Svo getur maður gert skrautlengjuna sem hangir úr trénu með því að líma mislita hringi saman með band á milli eða þræða hringi á band eins og sýnt er hér. Það er einnig hægt að búa til hringina úr filt efni og sauma þá eins og sýnt er hér eða hekla eins og er sýnt hér. Minni bara á að með því að smella á myndina er hægt að stækka hana :)
Myndin er af Babyspace.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli