sunnudagur, 15. maí 2011

Indjánaþema

Þetta er súper skemmtilegt. Alltaf gaman þegar fólk fer alla leið með þemað :) Ef þið viljið gera svona gætuð þið gert kaktusana þarna á bak við t.d. með því að nota þykkan pappa eða nota svona hilluplast eins og ég gerði þegar ég bjó til vegglímmiðana.
Það er líka hægt að búa til svona tjald sjálfur, hér og hér eru leiðbeiningar, hægt að finna ýmsar fleiri leiðbeiningar á netinu (googlið t.d. kids teepee DIY). Ég ætla að prófa að gera svona tjald í sumar :) Svo er meira að segja hægt að gera indjánagrímuna með pappa og gerviloðefni (klippt í lengjur og saumað saman). Bara nota ímyndunaraflið :)
Myndin er af héðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli