miðvikudagur, 4. maí 2011

Segull

Fyrir þá sem það ekki vita er hægt að fá segul með lími öðru megin í flestum föndurbúðum. Það er sko hægt að gera ýmislegt sniðugt með segli. Hér til hliðar sjáið þið viðarstafi sem hægt er að setja á ísskáp (ef ykkur langar ekki í þessa venjulegu plaststafi). Það sem ég gerði var að bæsa þá (er líka hægt að mála, spreyja, lita..) og svo bara teiknaði ég eftir þeim á segulinn (svarta blaðið þarna á myndinni). Klippti svo stafinn út og límdi segulinn aftan á. Þá er það bara tilbúið! Það er líka sniðugt að nota svona þunnan segul (eins og ég notaði á stafina) aftan á myndir og hengja þær upp. Þá er einnig sniðugt að plasta þær áður svo það sé hægt að þurrka af þeim. Ég notaði aðeins þykkari segul til þess að hengja upp pezkallana á neðri myndinni, hvernig væri að skella pezsafninu á ísskápinn eða fá sér málmplötu og festa á vegginn og hengja þá þar :) Það eru sko alveg óendanlegir möguleikar. Held ég fari að skella málmplötum út um allt og hengja dót barnanna á þær, flottar myndir, hugsanlega bækur og bara allskonar :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli