þriðjudagur, 3. maí 2011

Svífandi hnettir

Fyrir þá sem vilja bæta hnöttum í barnaherbergið og hafa ekkert hillupláss eða vilja bara eitthvað öðruvísi þá er hægt að gera svona. Ég held það ætti að vera hægt að gera svona flugvéla óróa sjálfur með vír, sterku priki og borvél. Bora gat á flugvélarnar, setja í þær vír og festa þetta svo allt saman. Þetta er voða fallegt allt saman :) Vil samt vekja athygli á hvernig herbergið vinstra megin er málað, þar er loftið í aðeins dekkri tón en veggirnir, yfirleitt er það hinsegin eins og á myndinni til hægri. Það væri gaman að prófa að gera loftið aðeins dekkra. Hvaða áhrif ætli það myndi framkalla? Myndin til vinstri er að Spearmintbaby og hin er héðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli