Myndin er héðan.
Sniðugar hugmyndir, hönnun, innblástur, föndur og bara allskonar fyrir börn
sunnudagur, 15. maí 2011
Ólíkir litir
Ég er mjög hrifin af litunum í þessu herbergi, ólíkir litir en tóna vel saman. Þeir Viddi og Bósi eru innblásturinn hér. Bósi ljósár stendur á náttborðinu, það er geimfar (púði) í rúminu og svo er bláa teppið á rúminu með myndum af þeim félögum. Viddi er í heiðurssætinu (á rúminu) og svo eru þarna tveir kúrekahattar, reipi, kúrekastígvél og ýmislegt annað sem tengist þeim Bósa og Vidda. Mér finnst þetta vel heppnað herbergi. Það hefur greinilega verið hugsað út í allt þarna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli