Þetta er frá dönsku fyrirtæki sem hannar allskonar húsgögn og fleira fyrir börn og heitir Collect Furniture. Þar sem er hátt til lofts er mjög sniðugt að gera svona, þannig fær barnið auka rými í herbergið sem það getur notað sem svefnstað eða sem leynistað. Ég er persónulega spenntari fyrir því að nota þetta sem leynistað :) En það sniðuga við þetta er að undir stiganum eru hillur og svo er fataskápur við hliðina á hillunum. Með því að hafa þetta svona nýtist herbergið mun betur og það skapast stórt og skemmtilegt leikpláss.
Það er ýmislegt fleira sniðugt á síðunni hjá þeim og ég mæli með að þið kíkið, það sem ég er spenntust fyrir á síðunni þeirra er þetta, mér finnst þetta ÆÐI.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli